Veitur gefa út þrjár megin tegundir af reikningum. Orkureikninga, reikninga fyrir vatns- og fráveitugjöld og reikninga fyrir heimlagnir.
Fasteignaeigendur greiða vatnsgjöld fyrir að fá kalt vatn í kranann og salernið og fráveitugjöld fyrir að losa þá við notað vatn, svo sem úr sturtunni, salerninu og vöskunum, hreinsa það og koma því út í sjó.
Fasteignaeigendur á ákveðnum svæðum á veitusvæði Veitna fá reikninga fyrir vatnsgjöldum og sums staðar fá þau einnig reikninga fyrir fráveitugjöldum. Á öðrum svæðum eru gjöldin innheimt með fasteignagjöldum.
Vatns- og fráveitugjöld eru föst gjöld og reiknuð út frá stærð húsnæðis en ekki notkun hverju sinni líkt og hitaveitu og rafmagnsgjöld. Þau eru uppfærð miðað við byggingarvísitölu árlega og birt 1. janúar. Nánar um útreikning hér í verðskrá.