Reikn­ingar

Veitur gefa út þrjár megin tegundir af reikningum. Orkureikninga, reikninga fyrir vatns- og fráveitugjöld og reikninga fyrir heimlagnir.

Þjónustugjöld reikninga

Þjónustugjöld

Hvað eru tilkynningar- og greiðslugjöld?

  • Þú getur lækkað þjónustugjöld með því að greiða reikninginn rafrænt.
  • Við innheimtum þjónustugjöld til að mæta kostnaði við að prenta og senda greiðsluseðla eða birta þá með rafrænum hætti.
  • Á hvern greiðsluseðil sem sendur er í pósti leggst seðilgjald.
  • Á hvern greiðsluseðil sem birtur er rafrænt leggst tilkynningar- og greiðslugjald. Það er mun lægra en seðilgjaldið.

Verðskrá þjónustugjalda má sjá hér.

Hér getur þú sent okkur beiðni um breytingu á greiðslumáta.

  • Netgreiðslur eru góður kostur fyrir þá sem vilja greiða reikninga í heimabankanum sínum og lækka þjónustugjöld. Reikningurinn birtist þá í ógreiddum kröfum í heimabankanum, en er ekki sendur með pósti. Reikningurinn er svo aðgengilegur á Mínum síðum.
  • Með boðgreiðslum er kreditkort notað til að greiða reikninga með reglubundnum og fyrirhafnarlausum hætti. Þjónustugjöld eru lægri en þegar sendur er greiðsluseðill.
  • Ef þú kýst að greiða reikninga þína með beingreiðslum þarftu að hafa samband við þjónustubanka þinn og óska eftir þeirri þjónustu þar og mun bankinn þá hafa samband við okkur. Þá eru reikningar þínir skuldfærðir mánaðarlega af bankareikningi þínum samkvæmt samkomulagi þínu við bankann þar um