Hollráð um heitt vatn

Njótum þess að hlýja okkur. Heita vatnið okkar er auðlind sem við eigum öll saman. Þegar kalt er úti skiptir máli að nýta heita vatnið vel.

Baðherbergið

Hvað kostar að fara í bað eða sturtu?

Til að fylla baðkar þarf u.þ.b. 100 lítra af hitaveituvatni og 100 lítra af köldu vatni.

Stundum er bent á að heita vatnið nýtist mun betur ef við förum í sturtu í stað þess að fylla baðkarið en munurinn er að meðaltali aðeins um 30 lítrar af hitaveituvatni.

Viljir þú spara heitt vatn er vænlegast að líta á ofnakerfið en um 90% af heitu vatni fer til húshitunar.

Hvernig getum við aðstoðað þig?