Hvernig getum við nýtt heita vatnið betur?
Hvað kostar að fara í bað eða sturtu?
Til að fylla baðkar þarf u.þ.b. 100 lítra af hitaveituvatni og 100 lítra af köldu vatni.
Stundum er bent á að heita vatnið nýtist mun betur ef við förum í sturtu í stað þess að fylla baðkarið en munurinn er að meðaltali aðeins um 30 lítrar af hitaveituvatni.
Að fara í bað eða sturtu kostar um 20-30 krónur. Það er því ódýr lúxus sem óhætt er að mæla með!
Viljir þú spara heitt vatn er vænlegast að líta á ofnakerfið en um 90% af heitu vatni fer til húshitunar.