Hollráð um heitt vatn

Njótum þess að hlýja okkur. Heita vatnið okkar er auðlind sem við eigum öll saman. Þegar kalt er úti skiptir máli að nýta heita vatnið vel.

Vandamál með heitt vatn

Húsið er vatnslaust!

Líklegar skýringar:

 • Starfsfólk Veitna er að vinna í nágrenninu. Athugaðu hvort þú hafir fengið tilkynningu í tölvupósti eða sms, sjáir tilkynningu um bilun eða framkvæmdir hér á síðunni eða hafðu samband.
 • Einhver hefur lokað inntaki vegna framkvæmda innanhúss. Spurðu nágrannana.
 • Frosið í heimæð eða inntaki. Hafðu samband við starfsmenn tengiþjónustu Veitna á afgreiðslutíma.
 • Heimæðin farin sundur. Hafðu samband sem fyrst við Veitur.

Smelltu hér til að hafa samband við Veitur

Þrýstingur er lágur

Líklegar skýringar:

 • Heitt vatn í krönum: Óhreinindi í síu í inntaki svo hún er stífluð. Hafa samband við Veitur.
 • Heitt vatn á ofnum: Þrýstijafnari eða stjórnbúnaðurinn í húsinu getur bilað. Hafa samband við Pípara.

Óhreinindi, brúnleitt vatn

Líkleg skýring:

 • Óhreinindi úr dreifikerfinu eftir viðgerð. Hafa samband við Veitur.

Suð í lögnum

Líklegar skýringar:

 • Sírennsli einhversstaðar í húskerfinu. Hafa samband við pípara.
 • Heitt vatn: Mögulegur leki á heimæð. Hafa samband við Veitur.
 • Ofnarnir: Suðar í ofnunum. Ofninn allur heitur. Hafa samband við pípara.

Högg og smellir í lögnum

Líkleg skýringar:

 • Heitt vatn: Bilun í lögnum eða stjórnbúnaði hússins. Hafa samband við pípara.
 • Heitt vatn, ef smellir eru við inntaksgrind: Hafa samband við Veitur.

Heitt vatn í köldum krönum og öfugt

Líklegar skýringar:

 • Millirennsli í húskerfinu (hitastýrð blöndunartæki geta bilað og þar með kemst heita vatnið inn í kaldavatnslögnina og/eða öfugt eða tengt hefur verið milli krana t.d. í þvottahúsi eða bílskúr). Hafa samband við pípara.
 • Millirennsli gæti átt sér stað í nærliggjandi húsum. Ef hægt er, biðja nágranna að athuga hjá sér, annars hafa samband við Veitur.
 • Kalda vatnið volgt eða heitt en þó ekki hitaveituvatn (hægt að sjá ef kalda vatnið kólnar við rennsli í smá tíma) - Bilun á heimæð, heitt vatn lekur út og hitar kaldavatnsheimæð. Hafa samband við Veitur.
 • Kalda vatnið volgt eða heitt en þó ekki hitaveituvatn (hægt að sjá ef kalda vatnið kólnar við rennsli í smá tíma) - Léleg einangrun á heitum og köldum lögnum sem liggja í sama stokk. Hafa samband við pípara.
 • Heitt vatn í köldum lögnum: Sjá hér fyrir ofan, millirennsli úr dreifikerfinu.

Vont bragð af vatninu

Líkleg skýring:

 • Kalt vatn: Í nýjum lögnum eða nýviðgerðum getur smitast snittolía og mak. Ráð: Skola vel út - lagast með tímanum - ef ekki, þá hafa samband við Veitur.
 • Heitt vatn í köldum lögnum: Sjá hér fyrir ofan millirennsli úr dreifikerfinu.

Smelltu hér til að hafa samband við Veitur

Hvernig getum við aðstoðað þig?