Hollráð um heitt vatn

Hvernig getum við nýtt heita vatnið betur?

Notkun

Notkun

Hvað telst eðlileg notkun þegar kemur að hitaveitu? Margt getur haft áhrif á hversu mikið heitt vatn er notað; stærð húsnæðis og tegund, fjöldi heimilisfólks, einangrun hússins, stillingar hitakerfis og fleira. Á mínum síðum hér á vefnum getur þú borið þína notkun saman við aðra sem eru í svipað stóru húsnæði eða nýtt þér neðangreinda töflu til að áætla notkunina.

Viðmiðunartafla við útreikning á nýtingu heita vatnsins.

Tegund eignarNotkunarstuðull m3
Stór fjölbýlishús1,0 - 1,4
Minni fjölbýlishús1,1 - 1,5
Einbýlishús1,2 - 1,8
Verslunarhúsnæði0,6 - 0,8
Skrifstofuhúsnæði0,5 - 0,8
Iðnaðarhúsnæði0,4 - 1,0
Lagerhúsnæði0,3 - 0,8

  • Stuðullinn táknar tonn af vatni á hvern rúmmetra í húsi á ári.
  • Lægra gildið er viðmið fyrir vel einangrað hús með vel stilltu hitakerfi.
  • Hærra gildið samsvarar eðlilegri notkun fyrir hús í þokkalegu ástandi.
  • Til að finna rúmmál húss er hægt að margfalda fermetrafjölda með stuðlinum 3,3