Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða.
Fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur heimsóttu á föstudaginn vatnsverndarsvæði Veitna í Heiðmörk. Markmið heimsóknarinnar var að efla samtal og samráð milli aðila um framtíðarsýn fyrir Heiðmörk, þar sem vatnsvernd og skógrækt hafa farið hönd í hönd í hátt í heila öld.