Veitur og Reykjavíkurborg semja um brúarsmíð og eflingu umhverfisverndar í Elliðaárdal
Samkomulag hefur tekist um kostnaðarhlutdeild Veitna í byggingu nýrrar brúar í stað hitaveitustokkanna sem lágu þvert yfir dalinn niður af Ártúnshöfða.
Bilun varð í gegnumlýsingarbúnaði vatnsveitu á Akranesi
Vatnsveitan á Akranesi fær vatn frá þremur vatnsbólum; Berjadalsá og lindasvæðum við Slögu og Óslæk. Vatnið er allt gegnumlýst til að tryggja heilnæmi þess.
Breytingar urðu á stjórn Veitna á aðalfundi félagsins sem haldinn var 18. apríl sl. Hrund Rudolfsdóttir kemur ný inn og tekur við sem formaður stjórnar af Guðrúnu Erlu Jónsdóttur sem tekur sæti Heru Grímsdóttur í stjórninni.
Starfsfólk Veitna hefur í vetur setið viðamikið fræðslunámskeið í jafnréttismálum hjá Sóleyju Tómasdóttur ráðgjafa. Markmiðið er að fræðast um jafnrétti og fjölbreytileika og stuðla að inngildandi vinnustaðamenningu.