Lokað fyrir heitt vatn í Árbæ, Kvíslum og Hálsum

30. ágúst 2019 - 16:36

Vegna endurnýjunar og stækkunar stofnæðar hitaveitu verður lokað fyrir heitt vatn í Árbæ, Kvíslum og Hálsum miðvikudaginn 4. september kl. 07:00-21:00. Í framtíðarskipulagi hitaveitu Veitna er heitu vatni frá virkjunum ætlað stærra hlutverk og í bígerð er að færa Árbæinn og Úlfarsárdalinn á virkjanavatn til frambúðar en þessi hverfi hafa hingað til að mestu fengið heitt vatn úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Framkvæmdir þessar eru liður í þeim breytingum. Þrátt fyrir að lokunin sé nokkuð umfangsmikil verður Árbæjarlaug opin á meðan á henni stendur.

Borað á sex stöðum í borginni

29. ágúst 2019 - 08:09

Dagana 29. ágúst -17. september munu Veitur bora nokkrar grunnar rannsóknarborholur innan borgarmarkanna. Tilgangurinn með borununum er að fylgjast betur með grunnvatnsborði innan borgarmarkanna og fá betri skilning á þeim viðtaka sem berggrunnurinn í Reykjavík er.

ALLTAF - Ljósmyndasýning um orku og innviði

23. ágúst 2019 - 13:43

Í tengslum við Menningarnótt heldur listamaðurinn Kjartan Hreinsson einkasýningu á ljósmyndum sínum undir heitinu ALLTAF. Undanfarin ár hefur Kjartan myndað talsvert á eigin vegum en oftar en ekki er það hið manngerða sem er myndefnið. Á þessari sýningu er það hugmyndin um orkuna sem ræður för; orkuna sem kemur til okkar af náttúrunnar hendi og hægt er að nýta milliliðalaust; orkuna sem búið er að beisla og er miðlað til okkar með flóknum innviðum; orkuna sem kraumar innra með okkur og ummerkin sem hún skilur eftir sig.

Ný skýrsla um tengingu skipa við rafmagn í höfnum

20. ágúst 2019 - 10:37

Verkfræðistofan Efla hefur unnið hagræna greiningu á landtengingu við rafmagn fyrir skemmti- og flutningaskip í Sundahöfn. Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um aukna raforkunotkun skipa þegar þau liggja í höfn í tengslum við orkuskipti og loftslagsmál. Í aðgerðararáætlun stjórnvalda í orkuskiptum sem og aðgerðaráætlun í loftslagsmálum má finna umfjöllun um aukna raforkunotkun skipa og landtengingar. Að sama skapi hefur Reykjavíkurborg sett fram í loftslagsstefnu sinni að stefnt sé að rafvæðingu Faxaflóahafna.

Veitur leiðrétta vatnsgjöld ársins 2016

16. ágúst 2019 - 13:09

Veitur hafa leiðrétt vatnsgjöld ársins 2016 í kjölfar úrskurðar í vor. Leiðréttingin nær til vatnsveitnanna í Reykjavík, á Akranesi, í Grundarfirði og Stykkishólmi. Í flestum tilvikum gengur leiðréttingin til lækkunar á vatnsgjöldum með gjalddaga nú í september.

Snorrabraut lokuð umferð á fimmtudag og föstudag

31. júlí 2019 - 10:18

Fimmtudaginn 1. ágúst, þarf að loka tímabundið fyrir umferð um Snorrabraut milli Flókagötu og Bergþórugötu. Lokunin mun vara frá klukkan 8:00 á fimmtudagsmorgni til klukkan 19:00 föstudagskvöldið, 2. ágúst.

Unnið er að endurnýjun hitaveitu, rafveitu, ljósleiðara og götulýsingar. Grafið verður í gangstétt og að hluta í akbraut. Berg Verktakar annast framkvæmdina fyrir Veitur.

Breytingar á umferð um Reykjanesbraut

24. júlí 2019 - 11:02

Miðvikudagskvöldið 24. júlí og fram á aðfararnótt fimmtudags verður umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg vestan við Reykjanesbrautina. Búast má við einhverjum töfum á meðan umferð er færð yfir á bráðabirgðaveg. Engar lokanir verða en hámarkshraði lækkaður frekar meðan á breytingunum stendur.

Gestur Pétursson ráðinn framkvæmdastjóri Veitna

23. júlí 2019 - 09:32

Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það skýrist á næstunni hvenær Gestur hefur störf.