Við höfum frumkvæði að sjálfbærum lausnum með árangur samfélagsins að leiðarljósi.
Veitur er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem hæft og ánægt starfsfólk sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum í framsæknu og sveigjanlegu starfsumhverfi.
Við byggjum á árangursmiðaðri og fjölbreyttri liðsheild og saman berum við ábyrgð á að skapa menningu þar sem metnaðarfullt starfsfólk hefur burði til að mæta fjölbreyttum áskorunum og fær tækifæri til að vaxa.
Við tryggjum jafnrétti í inngildandi starfsumhverfi sem einkennist af virðingu og jöfnum tækifærum.
Við leggjum ríka áherslu á að vernda og efla velferð starfsfólks. Öll berum við ábyrgð á að koma auga á, meta og stýra hættum í vinnuumhverfinu. Ekkert verk svo mikilvægt eða áríðandi að hætta megi öryggi og heilsu fólks.
Mannauðs-, öryggis- og heilsustefna byggir á gildum og heildarstefnu Orkuveitunnar og er sett fram til samræmis við eigendastefnu Orkuveitunnar.
* Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding
* Heilsa, öryggi, vellíðan
* Þróun hæfni til framtíðar
* Árangursmiðuð liðsheild
Við framkvæmum jafnrétti. Fjölbreytileikinn er styrkur okkar og saman byggjum við inngildandi starfsumhverfi þar sem öll eiga rétt á að tilheyra, vaxa, hafa rödd og njóta trausts.
* Einelti, áreitni eða ofbeldi er aldrei liðið og það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að koma í veg fyrir slíkt
* Stjórnendur bera ábyrgð á því að framkvæma jafnrétti
* Við erum forystuafl fjölbreytileika og óhrædd við að ögra viðteknum hefðum
Við eflum öryggi og heilsu með því að stýra áhættum, læra af atvikum, vera sýnileg á verkstað og bjóðum markvissan stuðning við heilsu og heilbrigði starfsfólks
* Við styðjum við vellíðan og heilbrigðan lífsstíl með góðri aðstöðu og forvörnum
* Við stýrum áhættum í hverju verki og sköpum öruggt vinnuumhverfi
* Við skráum atvik, greinum, lærum og notum niðurstöður til umbóta
* Við sýnum stuðning á verkstað, þar sem stjórnendur ræða við starfsfólk, hlusta á þeirra reynslu og hjálpa til við að finna lærdóm og lausnir
Starfsfólk fær tækifæri til að vaxa, sýna frumkvæði og nýta hæfileika sína til að knýja áfram framþróun í starfseminni sem og samfélaginu öllu. Með framsýnni forystu og fjölbreyttum starfsþróunarleiðum sköpum við lærdómsmenningu til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.
* Við kortleggjum hæfniþörf og tengjum við persónulegan vöxt, stefnu og framtíðaráskoranir
* Við hvetjum til ábyrgðar og frumkvæðis þegar kemur að lærdómi og vexti
* Við byggjum upp lærdómsumhverfi og grípum tækifæri til nýsköpunar
Við vinnum sem ein liðsheild. Menningin okkar styður við fagmennsku, skilvirk vinnubrögð og sveigjanleika til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.
* Við treystum starfsfólki til að takast á við verkefni af ábyrgð og frumkvæði
* Við leggjum áherslu á opið samtal, uppbyggilega endurgjöf og sýnilegan árangur
* Við byggjum árangursmiðaða liðsheild á trausti, skýrum væntingum og samstilltu framlagi starfsfólks
* Við sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur milli vinnu og annarra þátta lífsins
[Stefnan samþykkt á stjórnarfundi 21.5.2025]