Veitur leggja grunn að lífsgæðum samfélagsins.
Veitur sinna mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gæta þess að viðskiptavinir hafi tryggt aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Samfélagsleg ábyrgð Veitna felst í því að grunnþjónusta sé traust, á sanngjörnu verði og að þjónustuupplifun viðskiptavina sé góð.
Snýr einkum að hlutverki OR þar sem veiturekstur er í eðli sínu viðfangsefni til afar langs tíma og þarfir íbúanna fyrir þjónustu veitufyrirtækja úreldast ekki.
Snýr að því hversu hagkvæmur og ábyrgur rekstur er frá degi til dags þannig að viðskiptavinir fái skilgreinda þjónustu á sanngjörnu verði.
Snýr að því hvernig starfsfólk kemur fram við viðskiptavini og hvert við annað, hvernig það starfar og tryggir gegnsæi í rekstrinum.
Við viljum auka lífsgæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Við höfum samfélagsábyrgð að leiðarljósi með því að stuðla að góðri nýtingu viðskiptavina á auðlindum og innviðum með því að nýta nýsköpun og snjallar lausnir
Í starfsemi okkar er sjálfbærni og hringrásarhugsun í forgrunni og ávallt unnið markvisst að því að tryggja komandi kynslóðum aðgengi að:
Veitum er treyst fyrir rekstri á náttúruauðlindum okkar til að leggja grunn að lífsgæðum fyrir samfélagið. Þetta hlutverk tökum við alvarlega og leggjum áherslu á að sinna því á eins hagkvæman hátt og kostur er.
Þess vegna leggjum við áherslu á að:
Við nálgumst náttúruna og nýtingu hennar af virðingu og leggjum áherslu á hringrásarhugsun þar sem við tryggjum sjálfbæra nýtingu.
Veitur verja auðlindirnar fyrir hættum og ágengni, og drögum úr losun og mengandi efnum eins og kostur er.
Þess vegna leggjum við áherslu á að:
Veitur leggja áherslu á að vera aflvaki orkuskipta samfélagsins og að þjónusta okkar sé skilvirk, virðisaukandi og trygg.
Þess vegna leggjum við áherslu á að:
Hjá Veitum byggjum við upp stórhuga og samhenta liðsheild með því að leggja áherslu á að fólk hafi skýra sýn, og umboð.
Þess vegna leggjum við áherslu á að: