Stefna

Veitur leggja grunn að lífsgæðum samfélagsins.

Gæðastefna

Gæðastefna

Stefna Veitna er að mæta þörfum viðskiptavina með því að miðla vörum og góðri þjónustu með hagkvæmum og öruggum hætti.

Stöðugar umbætur, flæði ferla og lífsferilshugsun liggja til grundvallar í allri starfseminni. Lífsferilshugsun felur í sér heildarferilinn allt frá upplifun viðskiptavinar, upplýsingagjöf og förgun á líftíma. Unnið er með hliðsjón af öryggi, hagkvæmni og vistspori.

Veitur leggja sérstaka áherslu á:

  • Virðisaukandi þjónustu
  • Faglega verkefnastjórnun
  • Hagkvæma viðhalds- og eignastjórnun
  • Skjala- og upplýsingastjórnun
  • Notkun á tækni til að auka virði og hagkvæmni
  • Öruggt neysluvatn

Gæðastefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og sett fram til samræmis við eigendastefnu OR.

[Stefna lögð fram á stjórnarfundi 20.05.2022]