Beita útboðum, s.s. almennum eða lokuðum eða öðrum lögbundnum innkaupaferlum við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum. Við innkaup verði tekið tillit til sjálfbærnisjónarmiða og að hagstæðasta tilboði sé tekið.
Innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar og gagnsæjar.
Gæta jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni við öll innkaup.
Við innkaup og rekstur samninga skuli taka tillit til sjálfbærnisjónarmiða s.s. gæða-, heilbrigðis-, mannréttinda-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða.
Innkaupastefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðu OR.
[Stefnan yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 23.03.2023]