Stefna

Veitur leggja grunn að lífsgæðum samfélagsins.

Image alt text

Mannauðsstefna

Hjá Veitum starfar hæft og ánægt starfsfólk sem hefur metnað og burði til að sinna þeim verkefnum sem starfsemi fyrirtækisins kallar á.

Fyrirtækið er eftirsóknarverður vinnustaður, sem leggur áherslu á verkefnamenningu, þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fer saman og aðbúnaður og kjör eru samkeppnishæf.

Veitur tryggja að starfsfólk njóti jafnréttis.  

Mannauðsstefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og er sett fram til samræmis við eigendastefnu Orkuveitunnar.

[Stefnan yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 01.08.2023]

Eftirsóknaverður vinnustaður

Veitur leggja áherslu á að beita markvissri mannauðsstjórnun til að mannauður Veitna nýtist sem best.

tafl

Við vinnum saman

Við vinnum með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni.

Við tökum forystu í verkefnum og hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi.

tolva

Sveigjanlegt starfsumhverfi

Við tryggjum góðan aðbúnað og sveigjanleika og sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annara þátta lífsins.

Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi og starfsfólk nýtur jafnréttis.

sprotar

Við vöxum saman

Saman erum við lipur og lærdómsfús, nýskapandi og óhrædd að prófa nýja hluti til að ná hámarks árangri.

Saman vöxum við með fjölbreyttum verkefnum og virkri endurgjöf.

perahendur

Við erum leiðtogar

Við sýnum frumkvæði, ábyrgð og forrystu með forvitni og nýsköpun sem drifkraft.

Við sköpum eftirtektaverðar lausnir fyrir viðskiptavini og smfélagið.

Hvernig getum við aðstoðað þig?