Stefna

Veitur leggja grunn að lífsgæðum samfélagsins.

Image alt text

Stefna Veitna í öryggis- og heilsumálum

Öryggis- og heilsumál eru alltaf í forgrunni hjá Veitum. Ekkert verk er svo mikilvægt að hætta megi öryggi fólks við framkvæmd þess.

Veitur eru til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum og einsetja sér að vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir félagið með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem ekkert starfsfólk, verktakar eða aðrir bíði heilsutjón vegna starfseminnar.

Öll sem starfa fyrir Veitur eru ábyrgir fyrir eigin öryggi, tala fyrir auknu öryggi samstarfsfólks síns og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu.

Fyrirtækið vinnur markvisst að því að:

  • Áhættur í hverju verki séu ávallt undir stjórn.
  • Að skrá atvik og ófullnægjandi aðstæður, greina orsakir og gera umbætur.
  • Bæta ferla og verklýsingar til að samræma og viðhafa bestu og öruggustu vinnubrögð.
  • Efla öryggis- og heilsuvitund starfsfólks og verktaka með upplýsingagjöf og þjálfun.
  • Stjórnendur staðfesta með úrtakseftirliti og stuðningi á verkstað að unnið sé samkvæmt verkferlum og að áhættum sé stýrt.

Stefna í öryggis- og heilbrigðismálum byggir á gildum og heildarstefnu Orkuveitunnar og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

Veitur uppfylla kröfur í formi laga, reglna og reglugerða um öryggis- og heilbrigðismál.

Stefna lögð fram á stjórnarfundi 8. júní 2023

Hvernig getum við aðstoðað þig?